Friday, March 31, 2006

Vor?

Einhverra hluta vegna stóð ég í þeirri meiningu að vorið kæmi á undan apríl í Útlandinu. Nú er apríl á morgun og ekkert bólar á vorinu. Í gær var slabb og í dag er frost og snjókoma, þannig að það er frekar hrukkótt að labba úti.

Það eru fáir í skólanum núna. Margir eru á lúðrasveitamóti í Þrándheimi. Örugglega ekki leiðinlegt þar. Svo ekki leiðinlegt að sumir sem spila ekkert á lúður fóru þangað á eigin vegum til að fá að vera með í partýinu á laugardagskvöldið. Það er víst eitthvað ótrúlegt dæmi. En ég verð bara heima í Húsi E. Það er fínt. Finnst ekki það gaman að ferðast og það er langt til Þrándheims.