Dagar stórra hljóðfæra
Í gær eyddi ég ótrúlega löngum tíma í að leita að baritón-saxófóni. Maður skylda ætla að það væri hljóðfæri sem ekki er erfitt að finna. Ekki heimsins minnsta hljóðfæri. En það tók dágóða stund, þó ég nyti hljálpar tveggja aðila. Hljóðfærið fannst á endanum inni á kennarastofu. Einhver djassaulinn hafði skilið það eftir einhversstaðar í reiðileysi svo einhver kennarinn endaði á því að forða því frá pirruðu skúringafólki. Að því loknu hjálpaði ég minnstu stelpunni í Húsi E að ákveða hvað hún ætlar að verða þegar hún verður stór (í staðin fyrir hjálpina við leitina). Það gekk bara vel og tók styttri tíma en að finna lúðurinn.
Í dag er ég búin að spila á bæði baritón-saxinn og túbuna. Reikna með að það verði gert dálítið af því að spila á stóru hljóðfærin næstu daga og vikur.
Það er kúl að spila á stór hljóðfæri.
<< Home