Friday, May 12, 2006

Þá er það búið

Þá er þettta skólaárið á enda runnið og mikið dæmalaust var grenjað mikið á skólaslitunum í dag. Skildi sjálf ekki alveg allar þessar grenjur. Þetta var náttúrulega frábært ár, en það var þó alveg ljóst að það myndi taka enda einhverntímann (nánar tiltekið, í dag). Ýmsum nemendum þóttu grenjurnar mikið atriði og voru miður sín þegar þeim tókst ekki að grenja meira.

Sýningin í gær tóskt vel. Mér tókst alveg að læra allar þessar nótur utanað. Flott hjá mér. Síðustu dagarnir hafa semsagt eiginlega bara farið í að læra nótur utanað, borða ís, ýmist labba eða keyra yfir í leikhús þeirra Hamarbúa (sem er alveg rosalega flott og með kúrekabar í kjallaranum, sem var reyndar lokaður meðan við vorum þarna, því miður) og skemmta sér við að horfa á þau atriði í sýningunni sem maður var ekki í sjálfur. Þau voru mörg hver afar vel heppnuð.

Hitti Íslendinga á skólaslitunum í dag. Foreldrar Palla (Íslendings í skólanum sem búsettur hefur verið í Norge hálfa ævina) komu til að verða vitni að útskrift sonarins. Með eindæmum skemmtilegt fólk.

Nú er mjög skrítið að vera í Húsi E. Herbergin alveg tóm (nema mitt náttúrulega, það er fullt af drasli), alveg eins og þegar ég kom í haust. Fékk pínu á tilfinninguna að það hefðu aldrei komið neitt fleiri í húsið og ég hefði bara ímyndað mér hitt fólkið í Húsi E.

Þá er komið að hinni venjubundnu spurningu þegar fer að nálgast heimkomu. Vill einhver sækja mig á flugvöllinn? Kem á mánudaginn. Áætluð lending um hálffjögur leytið, um dag.