Monday, May 08, 2006

Að læra dót utanað tekur langan tíma

Það tókst að fara snemma að sofa á laugardagskvöldið, en það gekk ekki í gær. Þá var ég föst í Osló eitthvað fram eftir kvöldi. Það fórst nefnilega eitthvað fyrir að redda bílstjóra á skólarútuna. Við komumst þangað á einkabílum og minni skólabílnum, en einn bílstjórinn (og bíllinn hans) höfðu ákveðið að eyða nóttinni í Osló, þannig að við vorum þrjár sem urðum strandaglópar. Við komumst þó heim um síðir með góðviljuðum kennara sem var á tónleikum í Osló.

Annars snúast þessir síðustu skóladagar aðallega um að rúnta á milli skólans og leikhússins þar sem "lokasýningin" mun fara fram. Ekki alveg það skemmtilegasta í heimi, en allt í lagi svosum.

Og ég er ennþá að rembast við að læra nokkur lög utanað. Gengur ágætlega, en að læra utanað er EKKI mín sterkasta hlið þannig að þetta er að taka alveg þónokkra klukkutíma. Stefni á að kunna þetta á miðvikudaginn. Alveg heilum degi fyrir sýningu.

Það er líka alltof gott veður til að vera inni læra dót utanað. Held bara að það yrði ekki vinsælt að vera mikið að freta í lúðurinn utandyra. Vona að veðrið haldist fram að fyrirhugaðri brottför.