Wednesday, May 24, 2006

Senn líður að kosningum

og að því tilefni legg ég land undir fót. Ferðinni er heitið austur á Hérað með mjög brothættan varning. Egg ættuð af vestfjörðum. Vona bara að þau lifi ferðalagið af.

Fór til Vestmannaeyja um helgina og þegar ég kom til baka var orðið KALT. Það var gaman í eyjum vestmanna, eins og alltaf. Mæli eindregið með að fólk sem ekki enn hefur komið þar, heimsækji eyjarnar einhverntímann á lífsleiðinni. Staður sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara.

Nú eru flestir búnir að ákveða hvað þeir ætla að kjósa. Pabbi er búinn að ákveða hvað ég á að kjósa. Fæ örugglega að vita hvað það á að vera þegar þar að kemur. Áður en ég fer inn í kjörklefann, svo ég gleymi því nú ekki á leiðinni og x-i við vitlausan staf. Mér finnst alveg ótækt að kjósa samkvæmt eigin sannfæringu í sveitarfélagi sem ég hef varla komið í síðustu árin. En maður verður nú að kjósa eitthvað. Faðir vor og eigandi lögheimilis fær því að ákveða hvar x-ið verður sett.

Það vill svo undarlega til að ég hef nánast aldrei verið á kjörskrá þar sem ég á heima. Hef t.a.m. aldrei verið á kjörskrá í Reykjavík í sveitarstjórnarkosningum, þó ég hafi búið þar meira eða minna síðustu 6-7 árin.

Það er margt skrítið í kýrhausnum