Friday, August 25, 2006

Útlendingar

Þá er ég byrjuð almennilega í þessum skóla, og jafnframt búin að komast að því að það verður fullt að gera í vetur. Er búin að hitta alla í tónsmíðadeildinni og kennarann minn. Hann virðist fínn. Við erum svona 15 í deildinni. Þar af 2 frá Lithaugalandi.

Bý líka við mjög svo alþjóðlegar aðstæður þessa dagana. Á mínum gangi býr fólk af eftirtöldum þjóðernum:

Rússi: 1
Slóvaki: 1
Tasmani: 1
Eþíópíi: 1
Norskur orgelleikari: 1
Aðrir: 1 eða 2 (sem ég er ekki búin að hitta)

Í gær drakk ég nokkra bjóra með tónsmíðadeildinni eftir skóla, og þegar ég kom heim var enn alþjóðlegra um að litast í eldhúsinu á ganginum mínum en venjulega. Þar var smá teiti í gangi, og í hópinn höfðu bæst:

Japanir: 2
Frakkar: 2
Þjóðverjar: Milljón (eða allavega nokkuð margir).

Síðasta sólarhringinn er ég búin að eiga samskipti við fólk af allavega 10 þjóðernum. Held að það verði að teljast persónulegt met.