Saturday, October 06, 2007

Nýja lúðrasveitin

er að koma skemmtilega á óvart. Síðasta æfing fór fram á barnum, og voru hljóðfæri víðs fjarri í þetta skiptið. Það kom reyndar ekki til að góðu. Við komumst ekki inn í æfingahúsnæðið, sem er í grunnskóla gettósins, af ýmsum ástæðum (nýbúið að skipta um lás og náðist ekki í neinn með lyklavöld vegna vetrarfrís í grunnskólum). Á þessari bar-æfingu fékk ég að vita að lúðrasveitin er mikið fyrir að spila ný verk. Helst verk sem aldrei hafa verið spiluð áður. Gæti komið sér vel fyrir suma...

Saxófóndeildin er að koma sterk inn. Erum öll (nema einn) nýbyrjuð í bandinu og spilum ekki mikið utan lúðrasveitarinnar. Erum þó öll þokkalega spilandi og á svipuðum aldri, þannig að við stofnuðum kvartett. Fyrsta æfingin var í dag. Í fjóra tíma. Rosa gaman.

Drottningin kom í heimsókn í skólann í fyrradag til að vígja nýja skólahúsið (klippa á spotta). Mér fannst hún nú fullseint á ferðinni blessunin þar sem umrætt húsnæði var tekið í notkun með formlegum hætti fyrir 10 mánuðum síðan. En við fengum snittur og þannig, svo þetta var fínt.