Thursday, June 12, 2008

Ferðalag

Á morgun (eða í nótt öllu heldur) hefst ferðalagið. Þá mun ég halda sem leið liggur til Egilsstaða, með stuttri viðkomu í Kaupmannahöfn og á Akureyri. Reikna með að ferðalagið muni taka um 16 tíma. Augljóslega ekki stysta leiðin á milli þessarra staða, en (einhverra hluta vegna) sú hagkvæmasta. Hugsa að beint flug milli Óslóar og Egilsstaða myndi taka innan við 2 tíma.
Bjánalegt.

Ef ekkert klikkar verð ég mætt á áfangastað síðla dags/snemma kvölds á morgun.

Ef eitthvað klikkar, þá mæti ég kannski hvorki eitt né neitt á morgun.

Spennó.