Að ske
Fyrir nokkrum vikum hélt ég að þegar komið yrði fram í seinnihluta maímánuðar yrði ég að mestu komin í frí. Sjitt hvað ég hafði rangt fyrir mér. Hef ekki haft meira að gera í allan vetur held ég sveimérþá.
Þetta helst:
-Leikritstónlistin:
Gengur vel, en tók sinn tíma að finna bestu vinnuaðferðina. Hún skiptist í eftirfarandi stig: Sibelius-Midi-Cuebase-wav-mp3-tölvupóstur. Það gerist ýmislegt á hverju stigi sem ég nenni ekki að fara nánar útí hér. En þetta tekur sinn tíma.
-Lúðratónleikar:
á miðvikudaginn. Hefði þurft að æfa helling fyrir þá, en, nei. Æfingadagur á sunndaginn. Verð bara að massa þetta þá.
-Próf:
Helv... munnlega prófið í tónheyrn. Er reyndar ekki fyrr en 10. júní, en ég ætla sko EKKI að falla í allrasíðasta tóneyrnarprófinu mínu, þannig að ég verð að æfa mig fyrir það.
Svo er eitthvað óskilgreint heimapróf í næstu viku. Hef fáránlega litlar upplýsingar um það mál.
Þannig er nú það.
Og svo var bara jarðskjálfti og læti.
<< Home