Tuesday, June 10, 2008

Tímamót

Var nú ekkert að slá í gegn með snilldarsöng mínum í þessu blessaða tónheyrnarprófi. En það gekk alveg nógu vel. Reikna allavega fastlega með að ná. Ef það er ekki ástæða til að fagna, þá veit ég ekki hvað. Allrasíðasta tónheyrnarprófið að baki. Einstök upplifun.

Þá er þessum fyrri helming námsins lokið. Hann leið hratt. Eins gott að byrja að plana hvað maður ætlar að gera að námi loknu.

Næstu mjög fáu dagar:
-Sitja aðeins í stúdíóinu og fínpússa.
-Pakka niður fyrir Íslandsdvöl sumarsins.

Næstu dagar eftir það:
-Hvur veit?