Friday, June 06, 2008

Afrek síðustu daga

eru eftirfarandi:

- Lúðratónleikar í fyrradag. Spiluðum 1 lag eftir mig og ég fékk blóm (sem urðu frekar slöpp vegna mikils hita í tónleikahúsnæðinu). Alltaf gaman að fá blóm. Saxófónkvintettinn spilaði opinberlega í fyrsta skipti á sömu tónleikum. Hann var líka með 1 lag eftir mig á prógramminu. Helsta afrekið í því samhengi var samt að meika að spila öll lögin án þess að stoppa í miðju lagi. Ekkert alltof vel æft og hiti vel yfir yfirliðsstigi.

- Kláraði heimaprófið í útsetningum í gærmorgun. Þarf samt ekkert að skila því á mánudaginn. Gott að vera búinn með það.

- Lauk við að gera tónlist fyrir leikritið, og koma á mp3 form. Þá á bara eftir að lagfæra hitt og þetta. Það tekur nú alveg einhvern tíma, en ég er allavega búin með allt semj. Nema leikhúsfólkið óski sérstaklega eftir einhverjum stórvægilegum breytingum.

Í tilefni af öllum þessum afrekum ætla ég í seglskútuferð um Óslóarfjörð með bekkjarfélugum á morgun. Verður örugglega frábært. Klikk gott veður og svona.