Saturday, May 31, 2008

Heitt

Þá er sumarið komið. Með offorsi. Eiginlega orðið of heitt til að vera úti, fyrir óbreyttan Íslending. Og spáir hlýnandi á næstu dögum. Hvar endar þetta eiginlega?
Það góða við þennan mikla hita er að þá er maður ekki eins útiþurfi, vitandi að það er varla líft utandyra. Hins vegar er ansi mollulegt inn líka, og því erfitt að hugsa. Hvað gerir fólkið í Heitulöndunum eiginlega? Situr inni með viftuna á fullu allan daginn? Og til hvers þá að búa í Heitulöndunum? Þá er alveg eins hægt að búa á Íslandi, með ofninn á fullu.
Þetta var hugleiðing dagsins.

Þessa helgina er ættarmót hjá vesturættinni. Hitti það fólk sjaldan, en þeim bregður stundum fyrir í sjónvarpinu. Í þáttum um Skrítið Fólk. Slíkir þættir hafa orðið geisivinsælt sjónvarpsefni á síðustu árum. Þannig að nú er allt þetta furðulega lið sem býr lengst útí rassgati skyndilega orðið frægt, einmitt fyrir að vera furðulegt lið sem býr lengst útí rassgati.
Loksins er ég skyld einhverjum frægum. Jeij.