Frábært plan!
... en samt ekki.
Hið frábæra ferðaplan sem ég gerði fyrir för mína til Egilsstaða í næstu viku féll gjörsamlega um sjálft sig þegar Æsland Express ákvað skyndilega að hætta við að fljúga þangað í sumar. Ég skil reyndar alveg þá ákvörðun. Bara bull að halda uppi áætlunarflugi með nánast enga farþega.
En þetta þýðir að nú ég flug til Kaupmannahafnar 14. júní, og þaðan... ekkert. Og ég þyrfti að vera komin til Egilsstaða seinnipartinn þennan sama dag. Fluginu mínu til Kaupmannahafnar þarf ég greinilega að flýta, og yfirgefa Útlandið fyrr en ella (sem þýðir enn þéttara plan fyrir næstu daga), en ég reikna með að skipta við Æsland Express þrátt fyrir ákvörðun þeirra um að hætta við flug til Egilsstaða. Ástæðuna fyrir þeirri ákvörðun minni má sjá ef maður skoðar fargjöld annarra flugfélaga.
Annars bara allt fínt. Dáldið mikið að gera, en það er nú alltílæ.
<< Home