Wednesday, August 27, 2008

Danabarnapían

er alveg að gera sig.

Lenti í smá stundaskrárvandræðum í gær. Valfögin mín rákust á við bæði skyldufögin mín. Einstaklega óheppilegt. Stundaskrárgerðarkonan sagðist ekkert geta gert í málinu. Ég yrði bara að velja einhver önnur fög. Það vildi ég ekki. Hvað gera bændur þá? Jú, hugsa málin og reyna að finna aðila sem er vænlegur til tuð-árangurs. Nýja Danabarnapían varð fyrir valinu. Hann var allur af vilja gerður og fann strax líklega lausn á öðrum árekstrinum, og ætlaði að athuga hvað hann gæti gert í hinu málinu. Ég bíð spennt. Hann var líka búinn að finna handa mér kennara, á innan við einum sólarhring. Frábær árangur það.

Fór í fyrsta tíma skólaársins í dag. Það var hljómsveitarstjórnun. Gella að kenna, sem er aldeilis fínt.

Á morgun er svo tónsmíðadeildarhóptími, þar sem fyrsta árs nemarnir verða til sýnis.
Áhugavert.