Heimsókn að handan
Undangengna viku hefur verið dáldið af Íslendingum á svæðinu vegna ákveðinnar ung-tónskálda hátíðar hér í borg. Að því tilefni fengum við tónsmíðanemarnir frí í skólanum þessa vikuna, en var þess í stað uppálagt að mæta á tónleika og kynnast útlendingunum sem þátt tóku í hátíðinni. Semsagt, vikulangt skyldufyllerí með Íslendingum.
Ekki leiðinlegt það.
Íslendingarnir voru ekkert brjálæðislega duglegir að tala við útlendinga, en voru þeim mun duglegri að skemmta sér innan Íslendingaklíkunnar. Gæti verið vegna þess að flestir Íslendingar á þessum aldri búa erlendis, þannig að tækifæri til að spjalla við samlanda gefast ekkert endilega á hverjum degi.
Tónleikarnir voru líka merkilega lítið leiðinlegir, og sumt var hreinlega mjög skemmtilegt. Kom á óvart.
Komst að þrennu:
-Þessi tiltekni hópur Íslendinga á sennilega meiri möguleika sem loftfimleikafólk en tónskáld í framtíðinni. Við æfðum okkur dáldið í því, og gekk furðuvel. En það þýddi líka allnokkur dett úr hæstu hæðum.
-Íslendingar eru hjarðdýr.
-Svíar geta verið fyndnir.
En nú er loksins komið að eðlilegu lífi:
-Lúðrasveitaræfingar alla helgina og tónleikar á fimmtudaginn.
-Skóli að komast almennilega í gang.
-Hreinlæti á heimilinu alvarlega ábótavant.
<< Home