Wednesday, April 15, 2009

Komin heim og kosningar

Komin til heima-Útlandsins eftir páskaferðina til annarra Útlanda.

Ferðin var hin mesta skemmtun, þó í lengsta lagi væri. Held að 5-7 dagar sé alveg nóg af ferðalagi fyrir mig.
Komst að því að það er hægt að fá leið á bæði bjór og ostum, sem og ítölskum mat sem inniheldur alla jafna óhóflega mikið hveiti. Langar mest að borða eingöngu grænmeti og drekka ekkert sterkara en vatn um ófyrirsjáanlega framtíð... eða allavega í nokkra daga.

Helsta afrek ferðarinnar var að koma páskaeggi óbrotnu alla leið að heiman til Mílanó með nokkurra daga viðkomu í Berlín og Prag (og Osló auðvitað). Geri aðrir betur. Páskaeggið var svo etið upp til agna á ítalskri grund. Eins gott. Hefði verið frekar bjánalegt að þurfa að taka það með aftur til baka. Ég borðaði reyndar minnst af því sjálf, enda lítið gefin fyrir nammi, en hinir útlensku ferðafélagar nutu góðs af því.

Þá er næsta ferðalag eftir sléttan mánuð. Heim til Íslands, hvar sumrinu verður varið að venju.

Að öðru.

Senn líður að kosningum. Að því tilefni koma hér 2 mikilvægar spurningar:
- Hvar má finna framboðslista hinna ýmsustu flokk?
- Í hvaða kjördæmi kýs maður sem á lögheimili í Útlöndum - eða hvar má nálgast þær upplýsingar?

Vil helst vita hvaða fólk ég er að kjósa. Finnst alls ekki nóg að kjósa flokk sem hefur hin og þessi mál á stefnuskránni.
Fólk skiptir máli.