Komin og farin
Frábær helgi í Þrándheimi liðin. Magnað hvað er gaman á hinu árlega lúðramóti í þeim fallega bæ. Jafnast alveg á við Þjóðhátíð í Eyjum - bara styttra. Mikil stemming og margir sem maður þekkir. Og einstaklega vel skipulagt allt saman. Enda ekki fyrir hvern sem er að taka á móti yfir fjögurþúsund lúðraspilurum á einu bretti.
Nú er ég að baksast við að klára eitt verkefni. Það er að taka langan tíma, en nú sýnist mér ég vera nokkurnvegin búin (áðí). Þarf að skila 14. apríl, og það er einmitt dagurinn sem ég kem heim frá Útlöndum = varð að klára þetta áður en lagt er íann.
Á morgun held ég í páskaferð um Evrópu. Ferðin sú tekur 12 daga.
Verð að pakka einhverju niður í tösku.
Ef einhver þarf nauðsynlega að ná í mig þessa 12 daga, verð ég með íslenska símanúmerið.
Gleðilega páska
<< Home