Monday, April 20, 2009

Nei

Það er ekkert sniðugt að vakna eldsnemma. Maður er kannski þokkalega hress í svona 2-3 tíma, en svo er maður drulluþreyttur það sem eftir lifir dags.
Mæli því engan vegin með að vakna eldsnemma, nema maður þurfi þess nauðsynlega.
Í dag þurfti þess nauðsynlega, og það var ýmislegt sem kom á óvart.

Ég hélt að við værum að leggja af stað svona eldsnemma til að losna við mestu morgun umferðina, en værum í rauninni ekki að fara svo langt. Það var misskilningur. Það tók jú smátíma að komast útúr bænum, en eftir að útúr bænum var komið keyrðum við lengilengilengilengilengi. Næstum því til Svíþjóðar. Æfingin var ekkert útí sveit. Hún var í þrjátíuþúsund manna bæ rétt við landamærin.
Það var líka eitthvað skrítið við að það væri einhver atvinnulúðrasveit með æfingu uppí sveit.

Lúðrasveitin átti að spila útsetningarverkefni nemenda í vissum kúrsi. Í þessum kúrsi eru 10 manns, þar af skiluðu 4 verkefni, þar af voru 3 á staðnum. Hversu miklir sluksar geta þessir blessuðu tónsmíðanemar verið? Og hversu erfitt getur verið að klambra saman einhverju örstuttu fyrir lúðrasveit?
Tónsmíðanemar eru ekki fólk til að stóla á. Það hef ég lært í þessu námi. Meira eða minna bjánar sem datt ekkert skárra í hug að gera. Ekki séns að þetta lið geti skilað af sér verkefnum á réttum tíma, og hvað þá mætt í skóla/vinnu á réttum tíma.
Mæli ekki með að ráða svoleiðis fólk í vinnu.

Og hananú.

En allavega. Ef maður vaknar eldsnemma er maður orðinn drulluþreyttur upp úr hádegi. Þá áttum við eftir að keyra lengilengilengilengilengi aftur til baka. Og svo þurfti ég auðvitað að leggja mig. Það gerist sjaldan neitt af viti eftir eftirmiðdagslúr.
Það er því fullkomlega tilgangslaust að vakna eldsnemma nema maður þurfi þess nauðsynlega. Miklu gáfulegra að sofa aðeins lengur og takast á við verkefni dagsins úthvíldur.

Þetta var sagan af því að vakna eldsnemma.