Sunday, April 19, 2009

Síðasti í páskafríi

er í dag. Og, já, þetta var langt páskafrí að venju.

Notaði síðasta "fríkvöldið" til að kíkja út á lífið með saxófóngenginu. Það var gaman að venju.

Á morgun byrjar síðasta törn þessa skólaárs með trukki. Þarf að vakna fyrir allar aldir og fara uppí sveit til að hlusta á litla atvinnu-blásarasveit spila útsetningarverkefni. Það verður örugglega fróðlegt og skemmtilegt.
En það kostar líka það að vakna klukkan hálfsjö.
Þá er nótt.