Thursday, September 24, 2009

Cleveland

Þá er maður loksins kominn úr stórborginni. Verð að viðurkenna að mér finnst smærri staðir skemmtilegri en þeir stærri. Alltof mikið af fólki, umferðarteppur og óheyrilegar vegalengdir á milli staða innanbæjar. Íbúðin sem ég gisti í í Nýju Jórvík var samt frábær. Á 29. hæð (með þaksvölum á 35. hæð) steinsnar frá Empire State byggingunni. Og ekkert lítið flott íbúð. Sér baðherbergi með hvoru svefnherbergi, plús gestakló, risaflatskjár og gluggar sem náðu frá gólfi uppí loft. Með útsýni! Gallinn við að búa í svona flottri íbúð er að maður týmir varla að fara út. Aukadagurinn sem við fengum í stórborginni var því að mestu nýttur innandyra. Sem kom sér reyndar ágætlega. Þvoði af mér leppana og lék mér heillengi með rauða kubba.

Fórum svo ekki til Washington DC. Gigginu þar var aflýst. Komum til Cleveland í gær, og fengum að vita um klukkutíma fyrir áætlað gigg að því hafði líka verið aflýst. Bömmer, en samt ekki. Fundum annan stað til að spila á hér í bæ í gærkveldi, og náðum okkur í aukagigg fyrir kvöldið í kvöld. Þetta þýðir reyndar að við þurfum að keyra til Omaha í Nebraska í nótt. Ég er ekkert brjálæðislega hrifin af næturkeyrslum, en maður lifir þær svosum alveg af.
Cleveland er góður staður að vera á.

Á morgun er það semsagt Omaha.
Þar hitti ég Sóleyju og fjölskyldu.
Jeij.