Keyrikeyri
Búin að vera ansi stíf keyrsla síðustu daga. Keyrðum frá Minnepolis til uppsveita Wisconsin á föstudaginn. Vorum þar í sumarbústað í nágrenni Green Bay eitt kvöld. Í fríi. Frábær staður að vera á.
Vöknuðum snemma á laugardaginn og keyrðum yfir norðurhluta Michigan yfir brú og niður til Detroit. Misstum við það af einum klukkutíma. Í Detroit hittum við skemmtilega hljómsveit frá Hollandi. Gott partý. En Detroit er augljóslega ekki besta borg í heimi.
Í gær keyrðum við yfir smá hluta af Indiana og Illinois (sáum Chicago) og aftur til Wisconsin. Madison í þetta skiptið. Fengum þá til baka klukkutímann sem við misstum daginn áður.
Þannig að síðustu þrjá dagana erum við næstum búin að keyra risastóran hring. Vera á rúntinum 9-10 tíma á dag.
Í dag keyrðum við bara 2 tíma. Það var stuttur tími. Nú er það Racine. Enn í Wisconsin. Næstu dagar verða afslappaðri, en ég er ekkert að verða leið á rúntinum. Held ég verði aldrei leið á að keyra leeengi.
Wisconsin er uppáhaldsfylkið mitt hingað til. Það voða fallegt hér og skemmtilegt fólk. Héldum út á lífið í Madison í gærkvöldi með nokkrum aðdáendum og nú sit ég með foreldrum eins hljómsveitarmeðlims með bjór í hönd. Tónleikar í kvöld.
Þessi ferð var ekki farin til að sofa...
<< Home