Tuesday, September 15, 2009

Frídagur

í dag. Það eina sem þarf að gera er að keyra til Chicago, en það tekur ekkert langan tíma. Ætlum að bíða fram yfir mesta umferðartímann og notum tímann á meðan til að tjilla, þvo föt og þannig.
Í Útlöndum er enn sumar. Búið að vera frábært veður allan tímann. Ágætis framlenging á sumrinu myndi ég segja.
Næstu dagar verða nett strembnir. Planið er svona:
Miðvikudagur: Chicago, Illinois
Fimmtudagur: Oshkosh, Wisconsin
Föstudagur: Pittsburgh, Pennsylvania
Laugardagur: Brooklyn, New York
Sunnudagur: Manhattan, New York
og svo er frí á mánudaginn í New York
Lengsta keyrsla þessa vikuna verður frá Oshkosh til Pittsburgh. Held það séu einhverjir 12 tímar, og við missum af einum tíma.
Ætla að fara út að horfa á íkorna.