Snúruklipping
Í gær var snúruklipping. Það er það sem Íslendingar myndu kalla vígsluathöfn þar sem klippt er á borða. Þessi snúruklipping var merkileg fyrir margra hluta sakir. Það var ekki verið að vígja nýja byggingu eða brú. Ónei. Það var verið að vígja MALBIKIÐ á bílastæðinu. Ansi sérstakt. Við þetta stórmerkilega tækifæri söng 150 manna kór og 3 ræður voru haldnar. Í allt tók athöfnin þó innan við 10 mínútur. Eftir þetta var svo hátíðarkvöldverður til heiðurs nýja malbikinu. Já. Segiði svo að útlendingum detti aldrei neitt skemmtilegt í hug. Ástæðan fyrir því að bílastæðið var malbikað var líka ansi sérstök. Það voru ekki nemendur eða kennarar sem nota bílastæðið sem kvörtuðu yfir malbiksskorti heldur ein skúringakonan í skólanum. Það kom svo mikil drulla inn með skóm. Og nú er víst miklu hreinna innahúss en áður hefur þekkst. Það er semsagt hlustað á kvartanir ALLRA í skólanum og málunum reddað þannig að allir séu glaðir. Enda gengur fólk hér um gangana með sólheimaglott á vör.
<< Home