Friday, January 13, 2006

Hoppirenn

Stundum horfi ég á sjónvarpið ef ég nenni engu. Í dag var skíðastökk. Það er nú eiginlega ekkert gaman að horfa á það nema einhver stökkvi ótrúlega langt eða detti. En það gerist næstum aldrei. Í dag var reyndar einn sem stökk ótrúlega langt og einn sem stökk pínu út á hlið, hallaði aðeins í aðra áttina og stökk þess vegna frekar stutt. Það fyndnasta við skíðastökk er hins vegar að á norsku heitir það hoppirenn. Það nafn á íþróttinni gerir hana óneitanlega tölvert skemmtilegri.

Áðan varð ég vitni að því þegar ein feit stelpa kafnaði næstum úr hlátri í matsalnum. Hún ákvað sem betur fór að yfirgefa svæðið áður en hún dó. Veit ekki betur en hún hafi lifað af.