Friday, January 06, 2006

Tíðindalaust

Hér í Útlandinu ber það helst til tíðinda að hér er allt helst til tíðindalaust. Sem er vel. Þá get ég nefnilega gert það sem ég vil. Sem er margt. Þessa stundina er ég til að mynda að hlusta á Baggalútsþætti. Þar má heyra margan gagnlegan fróðleik. Vissuð þið að sannað hefur verið með óyggjandi hætti að ballett er leiðinlegur?

Í dag var fyrsti dagurinn á þessu ári í Útlandinu sem ég svaf ekki um miðjan daginn. Ber það ákveðinn vott um minnkandi þreytu eftir ferðalög jólafrísins. Næsta ferðalag (sem ég veit um) verður farið í lok mánaðarins. Þá mun haldið til austurstrandar Útlandsins með rútu. Rútuferðin sú mun taka um 10 tíma. Aðra leið. Get ekki sagt að ég hlakki til þess ferðalags. En þangað til að því kemur get ég bara dinglað mér hérna í skólanum. Sem er alveg frábært.

Annars óska ég ykkur gleðilegs síðasta jóladags. Sem er einmitt í dag.