Spennan í hámarki
Það sem Norðmenn eru einna þekktastir fyrir er áhugi þeirra á gönguskíðaíþróttinni. Fyrir skemmstu komst ég að því að keppnum í þess konar íþróttum er oft útvarpað beint hér í Útlandinu. Ég ímynda mér að lýsing af keppni í 10 kílómetra skíðagöngu karla gæti hljómað einhvernveginn svona:
“ ....... og þeir eru lagðir af stað! Anders Aagerblomst tekur strax forystuna en aðrir fylgja fast á eftir. Og þeir skíða og skíða og skíða ........”
Talsvert löngu síðar:
“....... og skíða og skíða og skíða og skíða. Þeir fara nú að nálgast markið! Aagerblomst heldur enn forystunni en allt getur gerst!”
Nokkru síðar:
“ ...... ooooooooog Aagerblomst er búinn að tryggja sér sigurinn! Glæsilega skíðað hjá kappanum!”
Já. Útvarpsefni gerist nú varla mikið meira spennandi. Það eina sem mér dettur í hug að gæti hugsanlega toppað þetta er sá æsispennandi þáttur Maður er nefndur, sem er reyndar sjónvarpsþáttur, en hefði kannske átt betur heima í útvarpi.
<< Home