Friday, March 17, 2006

Venjulegir skóladagar (loksins)

Nú er flest komið aftur í eðlilegt horf hér á bæ. Flestir komnir til baka úr prufuspilum þannig að nú eru ótrúlega margir í þessum skóla allt í einu.

Fram að páskum eru nokkrir tónleikar og fáránlega margar kóræfingar. Við verðum nefnilega með kórtónleika í Budapest í vikunni eftir páska. Það verða líka kórtónleikar hér í næstu kirkju rétt fyrir páskafríið.

Meðal annarra tónleika má nefna lúð(r)asveitartónleika þar sem m.a. verður spilaður einn kafli úr ostalaginu. Ég lánaði lúðrasveitarkallinum ostabókina á ensku. Hann var svo hrifinn af henni að hann las hana líka á sænsku og fann út að það er til heimasíða sem fjallar um sama efni. Er ansi hrædd um að hann sé búinn að stúdera bókina mun betur en ég gerði áður en ég samdi lagið. Það er allavega ekki hægt að segja annað en að hann sé áhugasamur um eigið starf kallinn.

Það eru líka 2-3 stórsveitargigg fyrir páska og nú fæ ég að spila á baritón-saxinn. Venjulega fæ ég bara að spila með stórsvetinni ef einhver er slasaður eða ekki á svæðinu, en nú bar svo við að strákurinn sem átti að spila á baritón-saxinn fram að páskum neitaði að spila á akkúrat það hljóðfæri. Honum var vikið tímabundið úr sveitinni. Það er nú ekki í lagi með þetta djasslið. Neita að spila á kúlasta hljóðfærið í bandinu.