Hvar verður ÞÚ um páskana?
Leikskóladæmið gekk ótrúlega vel. Fékk að spila á túbuna og allt. Komst að því að litlir krakkar taka ótrúlega lítið pláss. Og það getur verið ansi strembið að búa til 40 mínútna “show” á þremur dögum.
Annars eru næstu dagar, dagar ferðalaga (til Osló). Fer til Osló á morgun í saxófóntíma, og svo á mánudag og þriðjudag í inntökupróf. Að því loku vonast ég til að þurfa ekki að yfirgefa skólasvæðið fram að páskafríi.
Talandi um páskafrí. Nú hafði ég hugsað mér að eyða páskafríinu í höfuðborginni vegna tónleka sem áttu að vera 12. apríl. Þeim tónleikum hefur verið frestað um óákveðinn tíma vegna Kínaferða ýmissa aðila. Þannig að spurningin er, hvar verður ÞÚ um páskana? Og hvar ætti ég eiginlega að vera? Reykjavík eða Egilsstaðir?
<< Home