Monday, March 06, 2006

Túbu-Tarzan

Þessa vikuna er leikskólaverkefni í skólanum. Við eigum að búa til 40 mínútna “sýningu” fyrir leikskólabörn á þremur dögum í ca. 10 manna hópum og flytja fyrir nokkur hundruð leikskólabörn á fimmtudaginn. Þetta er bara ansi gaman. Hópurinn minn ákvað að setja upp söngleik sem fjallar um túbu sem er stolið í Afríku og aumingja Túbu-Tarzan sem þarf að leyta að túbunni sinni út um allt, og brestur í söng með mismunandi dýrum í skóginum af minsta tilefni. Ég fæ að leika ljón sem stelur túbu og páfagauk sem spilar á saxófón. Erum reyndar ekki alveg byrjuð að æfa ennþá, en það á að gerast á morgun.

Annars eru rosa fáir hérna. Rúmlega helmingurinn burtu í prufuspilum. Gaman að því.

Athyglisverðasta “kommbakkið” á án efa heimavistarkallinn. Hann er alltaf frekar appelsínugulur. Kom svo núna eftir tveggja vikna frí, og var APPELSÍNUGULUR. Spurning um að eyða aðeins of miklum tíma í sólbaði eða á ljósabekkjum.