Í skólanum
Í dag byrjaði fyrsta “alvöru” vikan í skólanum. Hef það á tilfinningunni að ég sé í óhugnanlega mörgum fögum þetta fyrsta skólaár, og kennurunum í þessum fögum fynnist fátt skemmtilegra en að setja nýjum nemendum fyrir verkefni sem þeir skilja lítið sem ekkert í. Gaman að því.
Það er búið að setja upp ákaflega víðtækt öryggiskerfi í skólanum. Nú kemst enginn inn í húsakynni skólans nema hafa þar til gert aðgangskort. Og ekki nóg með það, heldur gengur kortið líka að lyftunni, dyrunum að stigaganginum og fleiri dyrum sem nauðsynlegt er að komast inn um. Auk þess situr öryggisvörður vaktina við útidyrnar á opnunartímum skólans. Skil nú ekki alveg tilganginn með þessari rosalegu öryggisgæslu. Ekki það margt sem hægt er að stela með auðveldu móti. Kannski tölvur. Erfiðara með píanóin og flyglana.
Hitti enn einn íbúa gangsins míns í dag. Hún er Lettnesk.
<< Home