Dimmt
Í Útlandinu er enginn snjór núna. Það er rigning og kalt og dimmt. Meira að segja smá vindur (rok á útlenskan mælikvarða, smá gola á íslenskan). Það versta við svona veður er áhrif þess á dagsform manneskjunnar. Maður verður alveg skítþreyttur. Og það er spáð svona veðri alveg þangað til ég yfirgef landið (á föstudaginn). Ætli maður höndli myrkrið í heila fjóra daga?
Asnalegt að hafa myrkur allan sólarhringin.
Þessi færsla var tileinkuð ykkur sem þolið illa snjóinn. Lítið á björtu hliðarnar. Það er allavega bjart úti einhvern hluta dags.
Hlakka til að koma til lands þar sem hægt er að vera vakandi á daginn.
Farin að sofa ........ zzzzzz.
<< Home