Kindur og tilgangur lífsins
Fór í afar áhugaverðan tónsmíðatíma í gær. Þar fóru fram heimspekilegar umræður um lifnaðarhætti kinda og ýmislegt fleira. Var þar meðal annars rætt um ástæður og afleiðingar gjörða mannsins og tilgang lífsins (sem báðir aðilar voru alveg með á hreinu, merkilegt nokk).
Undir lok samtalsins komst minn ágæti kennari svo að orði: “Ég vil nú ekki að þú endir sem alkóhólisti á Íslandi”. Ég sagði honum að það væri nú lítil hætta á því (var hins vegar ekkert að hafa orð á því að það væru yfirgnæfandi líkur á að ég yrði fyllibytta á Íslandi. Það er nefnilega allt annað mál).
Hins vegar sá ég ekki alveg hvað væri svona slæmt við að verða alkóhólisti á Íslandi. Þekki alveg slatta af íslenskum alkóhólistum og þetta er upp til hópa alveg prýðisfólk. Það eina slæma sem ég sé við að verða alkóhólisti á Íslandi er kuldinn og rokið. En það á við um allt sem endar á "........ á Íslandi.”
<< Home