Ævintýri dagsins
Ákvað í dag að fara með sporvagningum í skólann sökum rigningar. Yfirleitt labba ég.
Þegar sporvagninn var búinn að keyra um 100 metra leið í áttina að skólanum stoppaði hann sökum bilunar. Vesalings bílstjórinn var fyrst í sambandi við kall í gegnum talstöð. Sá sagði honum að ýta á einhverja takka, sem virkaði ekki neitt. 15 mínútum síðar kom gulur kall og skoðaði eitthvað í 5 sekúndur og fór aftur. Nokkrum mínútum síðar komu tveir gulir kallar og skoðuðu eitthvað í 3 sekúndur og fóru svo aftur. Nokkru síðar kom annar sporvagn til að draga minn sporvagn, því hann var greinilega alveg bilaður. Urðu þá farþegarnir að fara út og bíða eftir enn öðrum vagni.
Það sem gerist þegar sporvagn bilar, er að það myndast biðröp annarra sporvagn fyrir aftan bilaða sporvagninn. Þegar bilaði sporvagninn var farinn kom því heill haugur af slíkum farartækjum á örskömmum tíma, en enginn þeirra var númer 11 (það var númerið á mínum vagni). Hann kom ekki fyrr en 10-15 mínútum síðar.
Ferðalagið í skólann tók um klukkustund. Það tekur tæpan hálftíma að labba.
Þegar ég kom í skólann var hætt að rigna.
Það skemmtilegasta við ferðalagið var að ég sá virðulegan eldri herramann í dökkum fötum með hatt og í frakka, og SKÆRappelsínugulum gúmmískóm. Já, það þarf lítið til að deginum sé bjargað.
Ég ákvað að labba heim úr skólanum.
<< Home