Thursday, November 02, 2006

Í(s) kór

Fór á æfingu hjá Íslendingakórnum áðan (hann heitir Ís-kórinn). Það var bara gaman. Held semsagt að ég sé byrjuð í kór. Svona af og til allavega. Hitti alveg tvo Íslendinga sem ég þekki og einn sem ég er búin að vera svo mikið í sambandi við gegnum tölvupóst að ég þekki hann eiginlega líka.

Annars var eins gott að það var gaman að hitta Íslendingana. Dagurinn búinn að vera frekar glataður fram að því. Eingöngu fjallað um rafdót í skólanum í dag. Fyrst eitthvað sem ég vildi skilja, en skildi samt ekki. Komst svo að því að það var ekki mér að kenna heldur einum strák. Fúlt. Svo var annar rafdótkúrs um rafdót sem mig langar ekkert svo til að læra, en verð á 5 daga námskeiði í í næstu viku. Allan daginn. Í 5 daga. En það byrjar ekki fyrr en á miðvikudaginn. Nú fæ ég semsagt laaangt helgarfrí, en ekkert um næstu helgi. Það er glatað.

Á morgun ætla ég að klára klarinettulagið alveg (partana og allt) og senda, svo lúðasveitin geti byrjað að æfa það á þriðjudaginn.

Pé ess: Klarinettulagið heitir ennþá ekki neitt.