Monday, November 13, 2006

Kennt á lúður með einni setningu

Einn bekkjarfélagi minn ákvað nú á dögunum að fara að takast á við eitthvað nýtt og skemmtilegt, og keypti sér því saxófón. Þegar hann hafði gengið frá kaupunum spurði hann mig hvernig maður spilaði á slíkt hljóðfæri. Þessari spurningu gat ég svarað með einni setningu, þökk sé tveimur drengjum úr Sveitinni.

Í síðustu Íslandsför eyddi ég einni helgi við æfingar í Sveitinni. Á einni æfingunni fór saxófóndreng einum að leika forvitni á að vita tilgang eins takka á hljóðfæri sínu. Hann spurði sessunaut sinn hvaða tilgangi þessi tiltekni takki þjónaði. Og sessunauturinn svaraði: "Ef maður ýtir á þennan takka og blæs hér í, þá kemur tónlistin hérna upp".
Mér þótti mikið til þessa svars koma. Þarna tókst drengnum nefnilega að útskýra notkun allra blásturshljóðfæra með einni setningu. Takkarnir à slìkum hljóðfærum gera nefnilega allir meira eða minna það sama.

Þegar bekkjarfélaginn spurði ràða ì tengslum við saxòfònleik sinn, var svarið einfalt: Maður ýtir á takkana og blæs í munnstykkið, og þá kemur tónlistin út.

Flóknara er það nú ekki.