Vinna?
Þá er þessi langa helgi að verða búin. Er búin að vera rosa dugleg. Það er munur að vera svona góður í að skipuleggja sig. Ef þig vantar námskeið í skipulagningu tímans þíns skaltu bara hafa samband.
Kláraði klarinettulagið á tilsettum tíma (að sjálfsögðu) og byrjaði á næsta lagi. Það er flautulag fyrir Sóleyju. Gerði líka öll heimaverkefnin sem ég mundi eftir þó það eigi ekki að skila þeim fyrr en í næstu viku. Fæ nefnilega ekkert helgarfrí um næstu helgi. Þá er námskeið í einhverju tölvudóti. Byrjar á morgun. Spennandi verður að sjá hvernig það gengur. Finnst líklegt að rafmagnið fari af borginni og komi ekki aftur fyrr en á sunnudaginn. Dæmigert eitthvað sem gerist þegar ég kem nálægt einhverju sem ég kann ekki á og tengist rafmagni.
Skuggalega stutt í jólafrí og hér er smá auglýsing:
Vantar yður öflugan og samviskusaman starfskraft í desmber?
Undirrituð óskar eftir vinnu, helst á stór-Egilsstaðasvæðinu, allan desember.
Takk
<< Home