Ennþá dimmt
Síðustu daga er ég búin að eyða alveg fáránalega miklum tíma í að pirra mig yfir seinagangi skrifstofufólks í skólanum. Ótrúlegt hvað allt sem tengist skrifræði virkar illa í þessum skóla, miðað við hvað allt annað virðist pottþétt. Kennslan frábær, bókasafn, tölvumál og öll aðstaða miklu betri en ég hef áður átt að venjast í slíkum skólum. En ég held ég hafi aldrei komist í kynni við skrifstofubákn sem virkar svona illa. Fyrst tekur óratíma að fá það á hreint hver sér um hvaða mál. Og þegar pappírar eru komnir í réttar hendur, þarf maður eiginlega að sitja yfir fólki á meðan það vinnur vinnuna sína, til að það gerist eitthvað.
Ætla að reyna að halda aftur af pirringi mínum frá og með núna og fram yfir jól. En þá verð ég líka brjáluð ef það verður ekki komið á hreint hvaða fög ég þarf að taka og hvað ekki (er semsagt enn að sitja í tímum sem ég veit ekki hvort ég þarf að vera í).
Maður verður líka þreyttur á að vera pirraður. Og það er ennþá rigning og dimmt. Varla búið að verða vart við dagsbirtu í 3 sólarhringa.
Sjitt hvað ég hlakka til að sjá til sólar þegar ég kem á heimaslóðir (já, ég er búin að tékka á veðurspánni).
Ekki á morgun heldur hinn.
<< Home