Saturday, October 28, 2006

Frábær diskur

Fann þennan líka frábæra geisladisk þegar ég var að gramsa í eigum mínum í geymslu systur minnar hinnar eldri. Þar er um að ræða hljóðupptöku sem gerð var á öldurhúsinu Svarta folanum fyrir dáldið mörgum árum. Hljóðupptaka þessi er til víða um heim ... í ca. fjórum eintökum. Ótrúlega gaman að hlusta á þetta. Ætla að geyma þennan disk vel, þar sem hinir þrír hljómsveitarmeðlimirnir eru örugglega á góðri leið með að verða heimsfrægir. Þá get ég selt afrit á ebay og grætt stórfé.

Það tókst aldrei almennilega að finna nafn á hljómsveitina, en hljómsveit þessi varð heimsfræg á sínum tíma. Á Stöðvarfirði, og spilaði eingöngu þar.

Það skemmtilegasta við upptökuna er samt áheyrendur, sem verða minna edrú = meira áberandi með hverju laginu.

Hér gæti svo komið löööööööööööööng saga um ævintýri hljómsveitarinnar á ferðum sínum og fróðleiksmolar frá Stöðvarfirði. Held ég fari ekki nánar út í þá sálma hér (skrifa kannske bók síðar). Hef hins vegar tekið það helsta saman í eitt spakmæli:

Það var gaman í gamla daga (og er enn).