Wednesday, November 01, 2006

Góðan daginn

og gleðilegan nóvember. Í dag kom veturinn. Allt í einu komið frost og ponsulítill snjór. Kemur manni jafn mikið á óvart á hverju ári að það skuli koma vetur.

Ekki mikið að frétta þessa dagana. Alltaf í skólanum fjóra daga í viku og á meðan dettur mér ekkert í hug. Og ég sem hélt að nám að þessu tagi ætti að auka hugmyndaauðgi. Það var svo sannarlega misskilningur.
En svo kemur þriggja daga helgi og þá dettur manni fleira í hug.
Í næstu viku er ekki venjuleg kennsla, en ég hef lúmskan grun um að þá sé tónsmíðanemum ætlað að sitja námskeið um ákveðið rafdót.

Annað kvöld er hugmyndin að hitta Íslendinga hér í borg. Þá fyrstu síðan ég kom í haust.

Pé ess: Mig vantar enn nafn á klarinettulagið ef ykkur dettur eitthvað í hug.