Thursday, November 23, 2006

Komið jólafrí

hjá mér í skólanum. Þá er um að gera að drífa sig heim á frónið og byrja að vinna allar vinnurnar (3) sem ég er búin að fá í jólafríinu.

Kem til landsins á morgun og byrja að vinna um leið og ég kem í Sveitina. Verð svo á höfuðborgarsvæðinu frá sunnudagskveldi og eitthvað frameftir næstu viku (ef einhver vill hittast) áður en förinni er fram haldið austur á land. Þar eru hinar tvær vinnurnar.

Veit ekki hvað ég verð dugleg við að skrifa hér meðan ég er á Íslandinu. Þið getið þá bara hringt til að afla nýjustu frétta, ef áhugi er fyrir hendi.
Verð með sama gamla símanúmerið.

Sjáumst bráðum.