Tuesday, February 20, 2007

Harðangursfiðlur

Þessa vikuna er námskeið í þjóðlagatónlist í skólanum. Nú á að kenna öllum fyrsta árs nemum allt um norska þjóðlagatónlist á einni viku. Við eigum m.a. að læra að:

- Spila þjóðlagatónlist
- Syngja þjóðlagatónlist
- Dansa þjóðdansa

Og svo eru afar áhugaverðir fyrirlestrar inn á milli.

Í dag kom kall sem talaði um harðangursfiðlur (hardingfele) og spilaði fyrir okkur nokkur lög. Til þess hafði hann ekki tekið með sér eina eða tvær fiðlur, heldur fimm!
Harðangursfiðlur eru frábrugðnar venjulegum fiðlum að því leyti að þær hafa fleiri strengi (4 venjulega + 2-5 undirstrengi) og misjafnt er hvernig fiðlurnar eru stilltar eftir lögum. Það eru yfir 30 mismunandi stillingar í gangi, þar af ca 11 sem eru algengastar.
Ástæðan fyrir þessum mörgu fiðlum er semsagt að þurfa ekki að stilla alltaf uppá nýtt milli laga. Harðangursfiðlur eru jafnan fagurlega útskornar og með ámáluðu munstri.

Þetta var fróðleiksmoli dagsins.