Wednesday, February 07, 2007

Leti

Einhverra hluta vegna varð minna úr heimalærdómi en áætlanir gerðu ráð fyrir. Ástæður þess eru óljósar (eða bara leti).

Gerði verkefnið fyrir suðkúrsinn. Þurfti reyndar að lesa smávegis í blaðabunkanum til að geta það, þar sem ég missti af tímanum í síðustu viku, sem fór í að útskýra verkefnið. Í dag kynntum við svo verkefnin fyrir hvort öðru. Ég var meira að segja ekki með lélegasta verkefnið, þó ég hafi ekki mætt í síðasta tíma OG sé útlendingur (hah!).

Í þetta skiptið varð semsagt ekkert mikið mál að missa af einni viku í skólanum. Tölvan í stúdíóinu hrundi þannig að þar er ekkert hægt að gera þessa dagana. Þar með fóru reyndar einhver gömul verkefni, en ekkert sem skipti máli af minni hálfu. Einhver grey misstu þar margra klukkutíma vinnu. Aumingja þau.

Ótrúlega lítið að gerast. Nenni engu.

Kannski maður fari nú að prjóna eitthvað skemmtilegt af því tilefni.