Tuesday, January 16, 2007

Skilaboð að handan

Dreymdi draum í nótt.

Var á leið í samkvæmi til systur minnar í vesturbæ Reykjavíkur. Þegar þangað kom var húsmóður og gestum ansi mikið niðri fyrir. Höfðu þau komist að því að fyrrverandi húsfrú íbúðarinnar gengi aftur í íbúðinni og héldi mönnum föstum niðri við gólf, ef gengið var um vestari enda stofunnar.
Ákveðið var að hafa samband við Magnús Skarphéðinsson til að leysa vandann. Hann komst að því að hér var ekki um afturgöngu að ræða, heldur hafði geimskip lent í garðinum, sem hafði þessi aðdráttaraflsáhrif. Var þetta hinn mesti léttir fyrir alla viðstadda.

Þetta eru tvímælalaust skilaboð til þín Siggalára. Ef þú heldur að það sé draugur í íbúðinni þinni, þá er það sennilega bara geimskip sem lagt hefur verið fyrir utan.

Eins gott að þessi skilaboð komust til skila, ég segi nú ekki annað ...