Sunday, February 11, 2007

Júróvisjon

Sá lögin sem taka eiga þátt í úrslitum í undankeppni fyrir söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Ætla ekki að vera með neinar stórorðar yfirlýsingar um mínar skoðanir á lögunum. En auðvitað hef ég skoðun á þeim. Eins og allir. Það er einmitt það skemmtilegasta við júróvisjon. Þjóðin öll fylgist með og hefur skoðun á málinu.

Held með Doktor Gunna laginu. Gullgallinn er geeeðveikt flottur.

Eiríkur Hauksson er líka kúl. En mér finnst það sennilega bara af því að hann lítur út alveg eins og ég, þegar ég er ekki búin að greiða mér í 5 daga. Og hann býr í Noregi eins og ég. Hmmm. Ætli ég og Eiríkur Hauksson séum sama manneskjan ...

Vil skora á eftirtaldar hljómsveitir að senda inn lög næsta ár:

- Hundur í óskilum
- Spaðar
- Litríkir postular

Takk