Sunday, January 07, 2007

Skýrsla jólafrísins

1. hluti: Í sveitinni og á höfuðborgarsvæðinu

-Farið uppí sveit með nokkra tugi barna með rokkhljómsveitarheilkenni.
-Komið í höfuðborgina og legið í gubbupest í staðin fyrir að vinna og mæta á æfingar.
-Djammað með ekkert frægri rokkhljómsveit.
-Spilað við jólatréð á Austurvelli daginn eftir í frábæru formi.
-Farið á Borat. Fyndin mynd.

2. hluti: Í stórborginni Egilsstöðum

-Unnið hjá Útgáfufélagi Glettings í nokkra daga, nokkur kvöld og nokkrar helgar
-Unnið hjá Héraðsverk ehf á almennum skrifstofuopununartíma í nokkrar vikur.
-Farið á fyllerí í tilefni afmælis Sóleyjar
-Jólin
-1 leiðinleg bók lesin.
-"Börnin heim" skemmtun á Hetjunni
-Hélt uppá afmælið mitt. Partýspilið er skemmtilegt spil.
-Áramót; ball með hinni frábæru hljómsveit Wilson Rockness og partý hjá einhverjum óþekktum aðila, hvers heimili var í rúst daginn eftir.

3. hluti: Í höfuðborginni á leið aftur í Útlandið

-Nýja spilið Draumaeyjan spilað við Sóleyju. Oft. Skemmtilegt spil.
-Mætt á tónleika hjá SLÁTUR. Gaman að því.
-Rúmlega 1.100 dósir taldar í húsakynnum ónefndrar fylleríishljómsveitar.

Og svo fór ég aftur í Útlandið, þar sem skólinn byrjar á morgun.