Tuesday, March 06, 2007

Píanókennarinn mættur

Það góða við leiðinlegar vikur er að það verður bókstaflega allt skemmtilegt eftir þær.
Þessa dagana er semsagt allt ótrúlega frábært.

Meiraðsegja tónheyrnartíminn í dag var skemmtilegur.

Fór líka í píanótíma í dag. Hann var merkilegur fyrir þær sakir að meintur píanókennari minn mætti. Í fyrsta skipti í vetur (er búin að vera með afleysingakennara hingað til). Það eina sem ég vissi um umræddan mann, var að hann fer allra sinna ferða á hjólastól, og hann er alltaf veikur.

Ég bjóst að sjálfsögðu við hinu versta. Reiknaði með að hitta fyrir gamlan reiðan kall (sennilega fyllibyttu út af þessu langa veikindafríi) sem yrði brjálaður ef maður spilaði einhverja vitleysu. En það var nú öðru nær. Indælasti kall, sem sagði að ég væri flink að spila á píanó. Jeij.

Í gær fékk ég atvinnutilboð. Og í fyrsta skipti á ævinni gat ég afþakkað slíkt boð án umhugsunar.