Tuesday, February 27, 2007

Vetrarhljóðahátíð

Maður er sko ekki látinn sitja aðgerðarlaus í skólanum.

Í síðustu viku var námskeið í þjóðlagatónlist, eins og fram hefur komið.

Þessa vikuna er svokölluð “Vetrarhljóðahátíð” í gangi. Eins og nafnið gefur til kynna er hér á ferðinni (enn ein) nútímatónlistarhátíðin. Hér í skólanum er nefnilega kennari sem hefur mjög gaman af að skipuleggja ýmsa viðburði, s.s. tónleika og fyrirlestra. Skil ekki alveg hvernig hann fer að því að fá fólk til að halda alla þessa fyrirlestra og spila á tónleikunum, því ég hef enn ekki fundið neinn sem skilur almennilega það sem hann segir.
Hann er sko Dani.

Á þessari hátíð, sem stendur yfir í 7 daga (byrjaði í gær), verða 9 tónleikar, 3 gestafyrirlesarar og 1 stutt námskeið. Og svo er auðvitað kennt samkvæmt venjulegri stundaskrá þar að auki. Reikna því með að flytja mitt aðsetur uppí skóla það sem eftir lifir vikunnar.

Eftir þessa viku mun ég líklega birta hér mjög harðorða gagnrýni á Vetrarhljóðahátíðina, og ýmislegt fleira sem viðkemur nútímatónlist (enn einu sinni).

Vona að það eigi eftir að vekja jafn sterk viðbrögð í kommentakerfinu og tónheyrnargagnrýnin. Hihi.