Sunday, March 11, 2007

Mars

Þegar marsmánuður gekk í garð hélt ég að það yrði alltaf 1. mars.

Á hverjum morgni þegar ég vakna finnst mér mars vera nýbyrjaður.

Þegar líða tekur á daginn fer mig stundum að gruna að það sé í rauninni ekki lengur 1. mars (kannski þriðji eða fjórði?).

Nú er ég loksins farin að fatta að mars líður alveg eins og allir hinir mánuðurnir.

Og það er að koma vor í Útlandinu sýnist mér.