Friday, March 16, 2007

Inntökuprófin búin

Þá eru inntökuprófin búin og ég orðin margs vísari val á nemendum í skólann.

Einhverra hluta vegna var mun minni áhugi meðal prófessora á vali nemenda í meistaranámið. Þar voru bara 3 í dómnefnd, á meðan 6-7 fylgdust af áhuga með hinum prófunum. Þar sem það voru svona fáir í dómnefndinni í dag fékk ég líka að tjá mig um hæfni umsækjenda. Var jafnframt sagt að ég þyrfti ekki að vera sammála “hinum æðri” í nefndinni. Það vildi nú þannig til að ég var nokkuð sammála þeim, og gat rökstutt þann dóm með viðundandi hætti. Auk þess notaði ég tækifærið og sagði mínar skoðanir á ýmsum praktískum hlutum varðandi undirbúning prófanna sem betur mættu fara. Sjitt hvað maður er orðinn pró eitthvað.
Er samt ekkert viss um að ég vilji sækja um þetta nám. En ég hef nú ennþá 3 ár til að hugsa mig um ...

Er annars langt á eftir áætlun með allt mitt heimanám. Fengum nefnilega ríflegan skammt af slíku fyrir þessa viku, þar sem engin fög voru kennd vegna inntökuprófa.

Um helgina er þá stefnan að gera tónlist við eina stuttmynd og klára ýmis smærri verkefni.

Fattaði í dag að það eru bara tvær vikur í páskafrí. Tíminn líður.