Brot á mannréttindum
Spaugstofan gerði snilldargrín að júróvisjonmyndbandinu:
Mig vantar hárþurrku því fer ég út að aka,
í opnum bíl, og frakka´ í stíl.
Þó renn´ úr nösum hor og horinn verð´ að klaka,
þá spyr ég hver, litaði hárið á mér?
Áður hafð´ ég hárið rautt,
nú er það bara brúnt og dautt.
Ó já, svei mér þá.
Það er rytjulegt og tætt
og ekki lengur sjón að sjá.
Segðu mér hvað get ég gert?
Greitt í píku eða stert?
Ó nei, sei sei sei.
Nei mér sýnist bara skárra
að hafa höfuðleðrið bert.
Það jaðrar náttúrulega við helgispjöll og brot á mannréttindum að hafa sjálfan Eirík Hauksson með brúnt hár í myndbandinu.
Ég lít á það sem persónulega árás.
Málið verður tekið fyrir á næsta fundi Félags rauðhærðra, þar sem svona lagað er litið mjög alvarlegum augum.
<< Home